Súr kvika getur orðið til við
hlutkristöllum á basískri kviku. Basísk kvika er frumkvika sem verður til djúpt
í möttlinum. Kvikan stígur upp til yfirborðs og safnast gjarnan á mótum möttuls
og jarðskorpu eða í jarðskorpunni. Þegar kvikan kólnar myndast
kristallar í henni. Það fer eftir efnasamsetningunni í kvikunni hvernig
kristallar myndast. Hluti kristalla hefur áhrif á kvikuna. Sem sagt verður kvikan sífellt rýrari af frumefnum eins og kalsín (Ca) og magnesín (Mg), en
stöðugt ríkari í efnum eins og kísil (Si), natrín (Na) og kalín (K) sem falla
út við lægra hitastig.
Súr kvika getur líka myndast með því að snúa þessu
ferli við, með að bræða upp kristallað berg. Þá losnar fyrst um þau efni sem
síðan gengu inn í kristalla við hlutkristöllun.
No comments:
Post a Comment