Rauð og Svört eldgos

Þegar talað er um rautt gos þá er átt við gos sem kemur beint uppúr möttlinum. Ef hún stoppar í kvikuhólfi þá stoppar hún mjög stutt.
Rauð gos eru basísk. Þegar sagt er að gos sé basískt þá er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar hún er flokkuð þá er fyrst og fremst litið á efnasamsetningu hennar, hversu mikill kísill sé í henni.
Í basískri kviku er að finna 45 - 52% af kísilsýru.




Mynd af jörðinni til útskýringar

Þegar talað er um svört gos þá er átt við gos sem stoppar í kvikuhólfi áður en það verður eldgos. Kvikan getur verið í mörg þúsund ár áður en hún kemur upp á jörðina en það fer allt eftir eldstöðvum og aðstæðum.
Svört gos eru súr. Með því er átt við það að kvikan verður til í lok hlutkristöllunar eða við uppbræðslu jarðskorpunnar. Eldgos af þessari gerð eru oftast mjög sprengivirk. Það má rekja til þess að kvikan inniheldur mikið vatn, er seig og frekar köld (800-900°C). Súr kvika inniheldur meira en 66% kísilsýru. Þegar öll þessi atriði koma saman myndast einungis gjóska í eldgosinu. 


Svart gos
Heimildir:
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7331
http://visindavefur.hi.is/myndir/eldgos_220310.jpg
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/aa/Earth-crust-cutaway-icelandic.png/337px-Earth-crust-cutaway-icelandic.png
Bók: Íslandseldar eftir Ara Trausta Guðmundsson
Bók: Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson

No comments:

Post a Comment