Stærstu eldgos

Stórgos á Íslandi eftir landnám eru eftirfarandi:

Staður                                   Ár                              Gerð
Vatnaöldur                            870                            Ekki vitað
Katla-Eldgjá                         934                            Súrt og Basískt (svart og rautt)
Hekla                                    1104                          Súrt (svart)
Öræfajökull                          1362                          Súrt (svart)
Veiðivötn                              1480                          Súrt (svart)
Katla                                     1755                          Súrt (svart)
Skaftáreldar                          1783-1785                 Súrt og Basískt (svart og rautt)
Askja                                    1875                          Súrt og Basískt (svart og rautt)
http://www.eldgos.is/

Vatnaöldur
Vatnaöldur (870):
Árið 870 eða í þann mund sem að landnám hófst á Íslandi var nýlokið eldgos í þeim stað sem nú nefnist Vatnaöldur. Þar hafði opnast 10 km löng sprunga sem 3,3 rúmkílómetra gjóska steig upp úr og lítið af hrauni.
Við þetta gos myndaðist svokallað "landnámslag".
http://www.eldgos.is/storgos-eftir-landnam/vatnaoldur-870
http://www.otakarhevler.com/galleries/Iceland/photos/Rainy_Landscape.jpg

Katla-Eldgjá (934):
Eldgjá
Árið 934 varð stærsta gos sem orðið hefur á Íslandi frá landnámi og varði það í nokkur ár. Þá gaus í Kötlu og Eldgjá, en það byrjaði allt með gríðarstóru jökulhlaupi og gossprungu sem lengdist í báðar áttir í marga mánuði þar til hún kemur undir Kötlu og veldur því að ógnvæn-legt magn af gjósku kemur þar upp í hamfaragosi. Sprungan hættir ekki þar heldur heldur hún áfram í norðurátt og myndar Eldgjá, en nyrsti punktur Eldgjáa er 60 km frá jöklinum sem segir okkur töluvert um stærð gossins. Gríðarmikið hraun rann frá Eldgjá og náði það alla leið til sjávar og er það hraunlag talið hafa verið 18 km að rúmmáli og um 800 ferkílómetrar og gjóskan frá Eldgjá var talin vera um
Katla
5-7 rúmkílómetrar sem eitt og sér myndi teljast til stórgoss.
Katla-Eldgjá gosið hafði ekki einungis áhrif hér á landi heldur barst það yfir landsteinanna og olli uppskerubresti í Evrópu og frusu vötn þar sem nú er Írak. Ef eldgos af sömu stærðargráðu og þetta myndi gjósa í dag myndi það hafa miklar afleiðingar hér á landi svo og í öðrum löndum og myndi það stoppa alla vega alla flugumferð í kringum Ísland.
http://www.eldgos.is/storgos-eftir-landnam/katla-eldgja-934

Hekla (1104):
Hekla
Árið 1104 gaus Hekla að öllum líkindum í fyrsta sinn eftir landnám. Í því gosi komu 2,5 rúmkílómetrar af súrri kviku upp úr Heklu í þeytigosi og olli miklu tjóni. Þjórsárdalur lagðist að mestu leyti í eyði, gjóskulög frá gosinu er að finna víðs vegar um landið og veturinn 1105 var kallaður "sandfallsvetur". Með þessu gosi öðlaðist Hekla heimsfrægð og útlendingar töldu hana vera eitt af hliðum helvítis. Þótt að þetta gos sé í hópi stórra súrra gjóskugosa sem verða með reglulegu millibili í Heklu þá kemst þetta gos ekki í hálfkvist við fyrri gos í Heklu, en þau gos verða aðeins á 1-3000 ára fresti.

Öræfajökull (1362):
Öræfajökull
Öræfajökull
Árið 1362 varð mannskæðasta gos sem hefur gosið á Íslandi. Það er talið að um 20-40 býli hafi eyðst á Litlahéraði í þessu hamfarahlaupi með öllu fólki og fénaði sem þar var búsettur, ekki er þó víst hve margir dóu. Gosið í Öræfajökli varð eitt mesta gjóskugos á þessum áraþúsundi í öllum heiminum og var rúmmál gjóskunnar 10 rúmkílómetrar, en það er um 4 sinnum stærra en gosið í Heklu árið 1104. Í þessu sprengigosi kom upp ljós og súr gjóska sem er hægt að finna víðs vegar í jarðvegi suðaustan lands.

Veiðivötn (1480):
Veiðivötn
Þrem árum áður en gosið í Veiðivötnum hefst hefst gos í jökli norðaustan Bárðarbungu og eru það talin vera upptök gossins í Veiðivötnum. Árið 1480 opnaðist 30 km löng sprunga sem nefnd er Veiðivatnasprunga og hófst gos í henni. Í fyrstu var gosið mjög öflugt sprengigos, en það var á meðan vatn komst í gosrásina, en þegar vatnið þraut kom upp basískt hraun upp úr sprungunni. Við þetta hlóðust Gjallgígar upp.
Kvikan úr Veiðivatnasprungunni rann í norður eða norðaustur átt og olli því aðeins tjóni þar. Gjóskan sem þar kom upp var 3,5 rúmkílómetrar og hraunið 0,4 rúmkílómetrar.
Það er ekki vitað hversu lengi þetta gos varði eða hvort um var að ræða eitt stórt gos eða mörg lítil með einhverjum hléum á milli.Samtímis gosinu í Veiðivötnum gaus í Torfajökli, en kerfi þessara eldstöðva virðast vera nátengd því sama gerðist árið 870.
http://www.eldgos.is/storgos-eftir-landnam/bar%C3%B0arbunga-vei%C3%B0ivotn-1480
http://www.isafoldtravel.is/media/photo-album/haukur/haukur-ftp/large/Juli_Veidivotn.jpg


Katla (1755):
Katla
Árið 1755 gaus eitt af hefðbundnu basaltsgosum (basískumgosum) í Kötlu, en þó var það óhefðbundið í bæði magni af gosefnum og krafti. Þetta gos er eitt af þeim stærstu gjóskugosum sem hafa orðið á sögulegum tíma á Íslandi og varði í allt að 4 mánuði. Gosinu fylgdi mikið hlaup og upp kom 1,5 rúmkílómetrar af gjósku. Í 20-25 km fjarlægð frá eldstöðvunum, eða þar sem heitir Skaftártungur, varð mikið tjón þegar 30 cm gjóskulag lagðist þar yfir. 50 jarðir fóru í eyði og 2 menn létust af völdum eldinga. Hlaupið olli þó litlu tjóni þó það hafi verið eitt af stærstu Kötluhlaupum.
http://www.eldgos.is/storgos-eftir-landnam/katla-1755
http://notrickszone.com/wp-content/uploads/2010/05/katla.jpg

Skaftáreldar (1783-1785):
Grímsvötn
Árið 1783 byrjaði frægasta og umtalaðasta gos Íslandssögunnar. Snemma árið 1783 byrjaði gos í Grímsvötnum í Vatnajökli og hægt er að segja að þar hafi þessi umbrot hafist. Í maí sama ár fara jarðskjálftar að gera vart við sig í Skaftártungum og í lok maí og fram að 8. júní ágerast snarpir jarðskjálfar allt frá Mýrdal og til Öræfa. Þann 8. júní hefst stórt gos í suðvesturhluta Lakagíga og það fer að rigna sýru. Nokkrum dögum síðar hefst gos í Skaftárgljúfri og rennur til byggða og veldur miklu tjóni svo og flúormenguð gjóskan. Þetta heldur áfram út mánuðinn.
Lakagígar
Í júlí leit út fyrir að gosinu væri lokið, en síður en svo. Þann 29. júlí byrjaði stórt gos í nyrðri helming sprungunnar, en sá helmingur er 27 km langur. Þann 6. ágúst hófst gos í Hverfisfljótsgljúfri og rennur til byggða. September var rólegur mánuður enn í lok hans byrjaði eldgos í Vatnajökli. Í október rennur enn eitt hraunflóðið niður Hverfisfljótsgljúfur. Að fjallbaki sést mikill eldur allt að enda nóvembersmánaðar, en þá fer þessum ósköpum að linna. Eldgosið í gossprungunum lauk þann 7. febrúar 1784, en eldgosið í Vatnajökli, eflaust í Grímsvötnum, lauk ekki fyrr en árið 1785.
Skaftártungur
Eitruð flúorsambönd og brennisteinssýra olli miklu tjóni og má þar að nefna að helmingur bústofns landsins féll í "móðuharðindunum" sem fylgdi í kjölfar gosins, 10.000 manns létust á næstu árum eftir gosið, tún og grunnvötn menguðust vegna eiturefna sem komu frá gosinu og veðurfar kólnaði á öllu norðurhveli jarðar.
Skaftáreldar er eitt stærsta hraungos sem orðið hefur á Íslandi síðasta árþúsundinn ásamt Eldjáargosinu. Hraunið frá Skaftáreldum rann allt að 55 km  og átti stutta leið eftir að hafinu þegar það stöðvaðist og er um 14 rúmkílómetrar.
Gosinu í Lakagígum hefur líklegast valdið kvikuhlaup til suðvesturs úr kvikuhólfi Grímsvatna, en þó er önnur kenning
einnig til en sú er að gosefnið hafi komið upp úr möttlinum í mikilli
rekgliðnunarhrinu á svæðinu.
http://www.eldgos.is/storgos-eftir-landnam/skaftareldar-1783
http://mbl.is/mm/img/tn/e466x300/frimg/5/1/501551.jpg
http://www2.ifa.hawaii.edu/newsletters/images/10VatnajokullEruption.jpg
http://mw2.google.com/mw-panoramio/photos/small/48196928.jpg

Askja (1875):
Askja
Gosið í Öskju hafði nokkurn aðdragandi, en í febrúar og desember árið 1874 var vart við jarðskjálfta á norðausturlandi. Þann 3. janúar árið 1875 hefst gos í Öskju. Nokkur gos verða, bæði súr og basísk, og eru talin hættulítil enda langt frá allri byggð.
Kvöldið þann 28. mars verður mikið og kröftugt súrt sprengigos í Öskju sem gengur yfir í tveimur stuttum, en kröftugum lotum. Sú fyrri stóð yfir í 1-2 klukkustundir, en sú seinni, sem hófst um morguninn, í nokkra tíma og var mun kröftugri.
Gosmökkur lagðist yfir Austurland, allt frá Héraði og til Berufjarðar.
Í Jökuldal mældist vikarlagið 20 cm þykkt og vikurmolar á stærð við tennisbolta féllu tugum metra frá eldstöðinni, enn heitir þegar niður til jarðar var komið. Eldingar dundu á Austfjörðunum og menn sáu varla handa sinnar skil. Gosið hélt áfram út árið en olli ekki meira tjóni. Í kjölfar gosins dó mikið af búfénaði á þeim svæðum sem askan féll á og fluttu í framhaldi af þessu margir Austfirðingar til vesturheims.
Þessar hamfarir hafa verið útskýrðar á eftirfarandi hátt að basísk kvika og súr hafi blandast saman í eldstöðinni og ollið sprengivirkninni.
http://www.eldgos.is/storgos-eftir-landnam/askja-1875
http://voyageenislande.free.fr/images/centre/askja_viti.jpg
Bók: Eldgos 1913 - 2011 eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson

No comments:

Post a Comment